Handbók - Sýning, pökkun og geymsla textíla á söfnum

Úr Þekkingargátt Safnaráðs
Mynd nr.01.jpg

SÝNING, PÖKKUN OG GEYMSLA[breyta | breyta frumkóða]

TEXTÍLA Á SÖFNUM[breyta | breyta frumkóða]

Mynd nr. 2.png


Sýning, pökkun og geymsla textíla á söfnum.

 Þórdís Anna Baldursdóttir 2015

Öll réttindi áskilin.


Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án leyfis höfundar.


forvarslan@gmail.com


Inngangur.

Textílar eru mjög viðkvæmir fyrir rangri meðhöndlun, uppsetningu og pökkun. Þeir geta skemmst á tiltölulega stuttum tíma til dæmis upplitast, afmyndast varanlega eða rifnað. Hér verður fjallað um aðferðir og efnisval við uppsetningu textíla á sýningum og einnig um pökkun og varðveislu þeirra í safngeymslum.

Forvarsla er ýmist styrkjandi eða fyrirbyggjandi. Styrkjandi forvarsla felur í sér alla meðferð á gripnum sjálfum og á að vera framkvæmd af forverði. Fleiri geta sinnt fyrirbyggjandi forvörslu á söfnum með viðeigandi þjálfun og ráðgjöf. Starfsmenn og tæknifólk geta til dæmis útbúið form og gínur fyrir sýningar og pakkað og gengið frá safngripum til varðveislu í geymslu.

Leiðbeiningarnar eru sniðnar að íslenskum söfnum, fjallað er sérstaklega um textíla sem víða má finna á sýningum og í safngeymslum hérlendis: Búninga, handverk, hönnun, húsgögn, myndlist, kirkjugripi og jarðfundna textíla.