Viðbröð við eldgosi almennt
Forvarnir vegna eldgoss á Reykjanesskaga
Hvaða áhrif hefur þetta á safnkostinn?
Ein af afleiðingum eldgossins á Reykjanesskaga er loftmengun af völdum brennisteinstvíoxíð (SO2). Séu byggingar ekki með loftræstikerfi með kolasíum á gasið greiða leið inn og getur valdið skaða, t.a.m. á safnkosti. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum á Umhverfisstofnun má gera ráð fyrir að gildi innanhúss séu þau sömu og utanhúss nema gripið sé til sérstakra ráðstafana. Hægt er að skoða staðbundin gildi á www.loftgaedi.is
Hækkuð gildi SO2 verða til þess að gripirnir hrörna hraðar en ella. SO2 veldur oxunaráhrifum á málma sem leiðir til tæringar þeirra. Gasið getur einnig breyst í brennisteinssýru (H2SO4) í röku lofti og sýran hefur neikvæð áhrif á lífræn efni.
SO2 getur m.a. valdið skemmdum á:
Öllum málmum, einkum þó á kopar og silfri.
Silfurútfellingar geta myndast á filmum, glerplötum og ljósmyndapappír.
Málning og litir í vefnaði fölna.
Leður missir styrk og sveiganleika. Verður brothætt og púðurkennt.
Pappír gulnar og verður stökkur.
Ull og silki missa styrk og teygjanleika.
Bómull, lín, viskósi og nælon verða stökk og brothætt.
Alabastur (og annar kalksteinn)