Handbók um varðveislu safnkosts - Fyrra bindi
Handbók um varðveislu safnkosts - Fyrra bindi
Handbók um varðveislu safnskosts: fyrra bindi
1. útgáfa – nóvember 2011
2. útgáfa – febrúar 2019
Þjóðminjasafn íslands
Ritið má afrita svo framarlega sem heimildar er getið.
Útgefendur: Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.
Ritstjóri: Nathalie Jacqueminet.
Íslenskar þýðingar og staðfæringar í fyrstu útgáfu: Ágústa Lyons Flosadóttir, löggiltur þýðandi; Nathalie
Jacqueminet, forvörður; Rannver Hannesson, pappírsforvörður; Þórdís Baldursdóttir, textílforvörður.
Umbrot/uppsetning: Nathalie Jacqueminet.
Yfirlestur efnis í fyrstu útgáfu: Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs á Þjóðminjasafni
Íslands; Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs á Þjóðminjasafni Íslands; Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri
skjalasviðs á Þjóðskjalasafni Íslands; Kristjana Kristinsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands; Linda
Ásdísardóttir, safnvörður á Byggðasafni Árnesinga; Þorgerður Hanna Hannesdóttir, pappírsforvörður á
Þjóðskjalasafni Íslands. Kafli um forvarnir og viðbrögð gegn vá: Trausti Leósson, byggingafræðingur, og Rögnvaldur
Ólafsson, lögreglufulltrúi – verkefnastjóri hjá Almannavörnum.
Prófarkalestur: Áslaug J. Marinósdóttir.
Þakkir: Einar Þorleifsson, Hafþór Yngvason, Harpa Þórsdóttir, Helga Vollertsen, Ívar Brynjólfsson, Kristín Halla
Baldvinsdóttir, Lýður Pálsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Sigurjón B. Hafsteinsson og Þorbjörg Gunnarsdóttir.
Sérstakar þakkir fyrir ljósmyndir: Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands –
Háskólabókasafn, Marie Goormartich, Haraldur Þór Egilsson.
Fyrsta útgáfa styrkt af Þjóðhátíðarsjóði.
Byggt á bandarískri handbók, National Park Museum Handbook, part I, með góðfúslegu leyfi þeirra: http://
www.nps.gov/museum/publications/handbook.html.
Fyrra bindi handbókarinnar um varðveislu safnkosts var tilnefnt til safnaverðlauna árið 2012.
Formáli 1. útgáfu (2011)
Eitt mikilvægasta verkefnið á sviði þjóðminjavörslu felst í vandaðri varðveislu minja. Á síðustu áratugum hefur þekking og menntun á sviði forvörslu styrkst hér á landi og skilningur á mikilvægi þess að standa rétt að varðveislu þjóðminja aukist. Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og er hlutverk þess að vera leiðandi á því sviði. Rétt meðferð og forvarsla stuðlar að vandaðri varðveislu viðkvæmra muna. Það er því mikilvægur áfangi nú þegar fyrsta handbók um varðveislu safnkosts er gefin út hér á landi. Handbókin mun nýtast söfnum, kirkjum og öllum þeim sem þurfa að umgangast menningarminjar og tryggja varðveislu þeirra sem best til komandi kynslóða. Útgáfa handbókarinnar er liður í fræðslustarfi Þjóðminjasafns Íslands, sem með útgáfu handbókarinnar leggur sitt af mörkum til aukinnar fagmennsku á sviði forvörslu í söfnum landsins. Tilurð útgáfunnar var einmitt brýn þörf innan safna og kirkna á faglegri ráðgjöf um varðveislu viðkvæmra muna í samræmi við íslenskar aðstæður. Handbókin er gefin út rafrænt með það fyrir augum að gera hana aðgengilega öllum þeim sem not hafa fyrir efni hennar og unnin með það að leiðarljósi að unnt verði að bæta við efni reglulega.
Öll viðurkennd söfn starfa samkvæmt siðareglum ICOM (Alþjóðaráðs safna) og er þar fjallað um hvernig standa beri að varðveislu safnkosts og að leiðbeiningar og viðmið eiga að tryggja fagleg vinnubrögð með langtímavarðveislu safnkosts að leiðarljósi. Í handbókinni er að finna leiðbeiningar um aðferðir og leiðir til þess að tryggja bestu varðveisluskilyrði. Handbók um varðveislu safnkosts er byggð á National Park Service Museum Handbook sem mælt er með af ICCROM (Alþjóðastofnun um rannsóknir og varðveislu menningarminja) og Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og er staðfærð af sérfræðingum hér landi á sviði forvörslu. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn með tilstyrk frá Þjóðhátíðarsjóði. Fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands og samstarfsaðila um útgáfu bókarinnar þakka ég þeim sérfræðingum sem unnið hafa að gerð bókarinnar fyrir þeirra mikilsverða framlag. Sérstakar þakkir færi ég Nathalie Jacqueminet, fagstjóra forvörslu hjá Þjóðminjasafni, fyrir frumkvæði og hennar mikilsverða framlag. Handbókin er hugsuð sem verkfæri fyrir söfn og aðra sem þá sem not hafa fyrir ráð og leiðsögn um varðveislu gripa. Er það von mín að útgáfa handbókarinnar muni leiða til vandaðrar varðveislu safngripa, kirkjugripa og þjóðminja almennt, sem og aukinnar samvinnu og samráðs þar um. Handbókinni er ætlað að vera vegvísir á þeirri leið.
Margrét Hallgrímsdóttir,
þjóðminjavörður