„Viðbröð við eldgosi almennt“: Munur á milli breytinga

Úr Þekkingargátt Safnaráðs
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Image.png|vinstri|frameless|119x119dp]]
== Forvarnir vegna eldgoss á Reykjanesskaga ==
== Forvarnir vegna eldgoss á Reykjanesskaga ==
[[Mynd:Image.png|thumb]]
=== Hvaða áhrif hefur þetta á safnkostinn? ===
=== Hvaða áhrif hefur þetta á safnkostinn? ===
Ein af afleiðingum eldgossins á Reykjanesskaga er loftmengun af völdum brennisteinstvíoxíð (SO2). Séu byggingar ekki með loftræstikerfi með kolasíum á gasið greiða leið inn og getur valdið skaða, t.a.m. á safnkosti. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum á Umhverfisstofnun má gera ráð fyrir að gildi innanhúss séu þau sömu og utanhúss nema gripið sé til sérstakra ráðstafana. Hægt er að skoða staðbundin gildi á www.loftgaedi.is
Ein af afleiðingum eldgossins á Reykjanesskaga er loftmengun af völdum brennisteinstvíoxíð (SO2). Séu byggingar ekki með loftræstikerfi með kolasíum á gasið greiða leið inn og getur valdið skaða, t.a.m. á safnkosti. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum á Umhverfisstofnun má gera ráð fyrir að gildi innanhúss séu þau sömu og utanhúss nema gripið sé til sérstakra ráðstafana. Hægt er að skoða staðbundin gildi á www.loftgaedi.is
Lína 7: Lína 6:
Hækkuð gildi SO2 verða til þess að gripirnir hrörna hraðar en ella. SO2 veldur oxunaráhrifum á málma sem leiðir til tæringar þeirra. Gasið getur einnig breyst í brennisteinssýru (H2SO4) í röku lofti og sýran hefur neikvæð áhrif á lífræn efni.
Hækkuð gildi SO2 verða til þess að gripirnir hrörna hraðar en ella. SO2 veldur oxunaráhrifum á málma sem leiðir til tæringar þeirra. Gasið getur einnig breyst í brennisteinssýru (H2SO4) í röku lofti og sýran hefur neikvæð áhrif á lífræn efni.


SO2 getur m.a. valdið skemmdum á:
SO2 getur m.a. valdið skemmdum á:[[Mynd:Mynd 12, 13.png|thumb|309x309px|Mynd úr Handbók um varðveislu safnkosts.]]
 
* Öllum málmum, einkum þó á kopar og silfri.
* Öllum málmum, einkum þó á kopar og silfri.
* Silfurútfellingar geta myndast á filmum, glerplötum og ljósmyndapappír.
* Silfurútfellingar geta myndast á filmum, glerplötum og ljósmyndapappír.
Lína 14: Lína 12:
* Leður missir styrk og sveiganleika. Verður brothætt og púðurkennt.
* Leður missir styrk og sveiganleika. Verður brothætt og púðurkennt.
* Pappír gulnar og verður stökkur.
* Pappír gulnar og verður stökkur.
* [[Mynd:Mynd 12, 13.png|thumb|409x409dp]]Ull og silki missa styrk og teygjanleika.
* Ull og silki missa styrk og teygjanleika.
* Bómull, lín, viskósi og nælon verða stökk og brothætt.
* Bómull, lín, viskósi og nælon verða stökk og brothætt.
* Alabastur (og annar kalksteinn)
* Alabastur (og annar kalksteinn)




Mynd úr Handbók um varðveislu safnkosts.
[[Mynd:Loftgæðamælingar.png|668x668px|miðja|frameless]]Á þessu línuriti má sjá mælingar úr loftgæðamæli á Norðurhellu í Hafnarfirði frá 18.-25. mars sl., en eldgosið hófst kvöldið 19. mars. Hér sést greinilega hvaða áhrif það hefur þegar vindáttin snérist í SV-átt þann 23. mars. SO2 gildi snarhækka en til viðmiðunar er búið að setja rauða línu við 5 μg/m3 sem eru efri mörk þess sem mælt er með fyrir almennan safnkost.
 
Viðmiðunargildi á SO2 fyrir safngeymslur:
 
Viðkvæmur safnkostur: 0,1 – 1 μg/m3.
 
Almennur safnkostur: 1-5 μg/m3.
 
'''Hvað er til ráða?'''
 
Hægt er að innsigla geymslur með viðkvæmum gripum eins og t.d. silfri og filmum. Gæta þarf að það sé gert þegar SO2 gildi mælast lágt, annars er hætta á að lokað sé á rými með hækkuðu SO2 gildi í andrúmsloftinu.
 
Hægt er að þétta hurðir og glugga með bómullarefni sem troðið er meðfram óþéttum svæðum. Þetta er sérstaklega mikilvægt á þeim hliðum hússins sem snúa í átt að gosinu.
 
Hækka í ofnum í skrifstofurýmum til að skapa yfirþrýsting.
 
Gæta þess að opna ekki glugga.
 
Fara vel yfir húsnæðið og kanna hvar lofttúður séu. Loka fyrir þær. Hægt er að nota plast og sterkt límband.
 
Takmarka aðgang að geymslum. Fækka ferðum inn í geymslur og ekki skilja dyr eftir opnar.
 
Takmarka notkun innkeyrsludyra.
 
Fylgjast með loftgæðum á www.loftgaedi.is og ganga aðeins um geymslurnar þegar SO2 gildi eru í lágmarki.
 
Til að bregðast við breyttum loftgæðum má til dæmis stýra aðgengi að geymslum með litakóðunarkerfi. Hægt er að setja upp plastvasa við innganga að geymslum þar sem spjald í viðeigandi lit (rautt, gult, grænt) verði sett á hverjum degi.
 
 
'''Rautt''': Í dag er XX-átt og SO2 gildi há yfir svæðinu. Geymslur eru innsiglaðar og öll umgengni um þær bönnuð. Lokað er fyrir loftræstikerfi.
 
'''Gult''': Í dag er getur borið á hækkuðum SO2 gildum. Geymslur með viðkvæma muni – s.s. filmur og silfurmuni skulu innsiglaðar og öll umgengni um þær bönnuð. Hægt er að ganga um aðrar geymslur ef þörf er á. Lokað er fyrir loftræstikerfi.
 
'''Grænt''': Í dag eru SO2 gildi í lágmarki og því hægt að ganga um allar geymslur ef þörf er á og opna fyrir loftræstikerfi. Geymslur eru innsiglaðar í lok dags og lokað fyrir loftræstikerfi.
[[Mynd:Merkingar grænt.png|vinstri|thumb]]
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Forvarðateymi Þjóðminjasafns Íslands, 12.04.2021
 
Sandra Sif Einarsdóttir
 
Sigríður Þorgeirsdóttir
 
Þórir Ingvarsson

Nýjasta útgáfa síðan 22. maí 2024 kl. 10:49

Image.png

Forvarnir vegna eldgoss á Reykjanesskaga[breyta | breyta frumkóða]

Hvaða áhrif hefur þetta á safnkostinn?[breyta | breyta frumkóða]

Ein af afleiðingum eldgossins á Reykjanesskaga er loftmengun af völdum brennisteinstvíoxíð (SO2). Séu byggingar ekki með loftræstikerfi með kolasíum á gasið greiða leið inn og getur valdið skaða, t.a.m. á safnkosti. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum á Umhverfisstofnun má gera ráð fyrir að gildi innanhúss séu þau sömu og utanhúss nema gripið sé til sérstakra ráðstafana. Hægt er að skoða staðbundin gildi á www.loftgaedi.is

Hækkuð gildi SO2 verða til þess að gripirnir hrörna hraðar en ella. SO2 veldur oxunaráhrifum á málma sem leiðir til tæringar þeirra. Gasið getur einnig breyst í brennisteinssýru (H2SO4) í röku lofti og sýran hefur neikvæð áhrif á lífræn efni.

SO2 getur m.a. valdið skemmdum á:

Mynd úr Handbók um varðveislu safnkosts.
  • Öllum málmum, einkum þó á kopar og silfri.
  • Silfurútfellingar geta myndast á filmum, glerplötum og ljósmyndapappír.
  • Málning og litir í vefnaði fölna.
  • Leður missir styrk og sveiganleika. Verður brothætt og púðurkennt.
  • Pappír gulnar og verður stökkur.
  • Ull og silki missa styrk og teygjanleika.
  • Bómull, lín, viskósi og nælon verða stökk og brothætt.
  • Alabastur (og annar kalksteinn)


Loftgæðamælingar.png

Á þessu línuriti má sjá mælingar úr loftgæðamæli á Norðurhellu í Hafnarfirði frá 18.-25. mars sl., en eldgosið hófst kvöldið 19. mars. Hér sést greinilega hvaða áhrif það hefur þegar vindáttin snérist í SV-átt þann 23. mars. SO2 gildi snarhækka en til viðmiðunar er búið að setja rauða línu við 5 μg/m3 sem eru efri mörk þess sem mælt er með fyrir almennan safnkost.

Viðmiðunargildi á SO2 fyrir safngeymslur:

Viðkvæmur safnkostur: 0,1 – 1 μg/m3.

Almennur safnkostur: 1-5 μg/m3.

Hvað er til ráða?

Hægt er að innsigla geymslur með viðkvæmum gripum eins og t.d. silfri og filmum. Gæta þarf að það sé gert þegar SO2 gildi mælast lágt, annars er hætta á að lokað sé á rými með hækkuðu SO2 gildi í andrúmsloftinu.

Hægt er að þétta hurðir og glugga með bómullarefni sem troðið er meðfram óþéttum svæðum. Þetta er sérstaklega mikilvægt á þeim hliðum hússins sem snúa í átt að gosinu.

Hækka í ofnum í skrifstofurýmum til að skapa yfirþrýsting.

Gæta þess að opna ekki glugga.

Fara vel yfir húsnæðið og kanna hvar lofttúður séu. Loka fyrir þær. Hægt er að nota plast og sterkt límband.

Takmarka aðgang að geymslum. Fækka ferðum inn í geymslur og ekki skilja dyr eftir opnar.

Takmarka notkun innkeyrsludyra.

Fylgjast með loftgæðum á www.loftgaedi.is og ganga aðeins um geymslurnar þegar SO2 gildi eru í lágmarki.

Til að bregðast við breyttum loftgæðum má til dæmis stýra aðgengi að geymslum með litakóðunarkerfi. Hægt er að setja upp plastvasa við innganga að geymslum þar sem spjald í viðeigandi lit (rautt, gult, grænt) verði sett á hverjum degi.


Rautt: Í dag er XX-átt og SO2 gildi há yfir svæðinu. Geymslur eru innsiglaðar og öll umgengni um þær bönnuð. Lokað er fyrir loftræstikerfi.

Gult: Í dag er getur borið á hækkuðum SO2 gildum. Geymslur með viðkvæma muni – s.s. filmur og silfurmuni skulu innsiglaðar og öll umgengni um þær bönnuð. Hægt er að ganga um aðrar geymslur ef þörf er á. Lokað er fyrir loftræstikerfi.

Grænt: Í dag eru SO2 gildi í lágmarki og því hægt að ganga um allar geymslur ef þörf er á og opna fyrir loftræstikerfi. Geymslur eru innsiglaðar í lok dags og lokað fyrir loftræstikerfi.

Merkingar grænt.png






Forvarðateymi Þjóðminjasafns Íslands, 12.04.2021

Sandra Sif Einarsdóttir

Sigríður Þorgeirsdóttir

Þórir Ingvarsson