„Handbók um varðveislu safnkosts - Fyrra bindi“: Munur á milli breytinga

Úr Þekkingargátt Safnaráðs
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 110: Lína 110:




[[Mynd:Mynd nr1og2 bls.6.jpg|miðja|thumb|982x982dp|'''Mynd 1:''' Nærmynd af málverki. Myndin er upphaflega frá 15. öld. Málað hefur verið yfir þetta svæði löngu síðar vegna annarra tískustrauma eða breytingar á smekk manna. '''Mynd 2''': Eftir hreinsun er myndin líkari upprunalegu útliti sínu. Aðgerðin er varanleg og mikilvægt er að skrá heimildir vandlega vegna þess að þessi yfirmálun hefur sögulegt gildi.]]
[[Mynd:Mynd nr1og2 bls.6.jpg|miðja|thumb|982x982dp|'''Mynd 1:''' Nærmynd af málverki. Myndin er upphaflega frá 15. öld. Málað hefur verið yfir þetta svæði löngu síðar vegna annarra tískustrauma eða breytingar á smekk manna. '''Mynd 2''': Eftir hreinsun er myndin líkari upprunalegu útliti sínu. Aðgerðin er varanleg og mikilvægt er að skrá heimildir vandlega vegna þess að þessi yfirmálun hefur sögulegt gildi.]]Forvörður metur afleiðingar hreinsunar út frá varðveislusjónarmiði. Hvenær skapar ryk eða önnur óhreinindi hættu fyrir gripi eða skjöl? Hversu mikið er nauðsynlegt að fjarlægja án þess að breyta útliti gripsins/skjalsins á róttækan hátt? Yfirleitt eru fleiri leiðir en ein færar. Því er nauðsynlegt að tryggja góðan skilning milli eiganda safnkosts og forvarðarins.
 
 
Nauðsynlegt er að rökstyðja allar ákvarðanir um forvörslu og að geta greint á milli hvort viðgerðin sé gerð í samræmi við upprunaleikann og í anda hans en sé ekki undir áhrifum smekks einstaklinga.
 
=== 5. Fyrirbyggjandi forvarsla ===
„Fyrirbyggjandi forvarsla er mikilvægur liður í rekstri safna og umsjón safneignar. Það er ein helsta skylda alls safnafólks að búa vel að safngripum í sinni vörslu og verja þá, hvort sem er við geymslu, á sýningum eða í flutningum.“
 
<references />

Útgáfa síðunnar 31. október 2024 kl. 11:15

Handbók um varðveislu safnkosts - Fyrra bindi

Mynd nr. 1. bindi.jpg


Handbók um varðveislu safnskosts: fyrra bindi


1. útgáfa – nóvember 2011

2. útgáfa – febrúar 2019

Þjóðminjasafn íslands


Ritið má afrita svo framarlega sem heimildar er getið.


Útgefendur: Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

Ritstjóri: Nathalie Jacqueminet.


Íslenskar þýðingar og staðfæringar í fyrstu útgáfu: Ágústa Lyons Flosadóttir, löggiltur þýðandi; Nathalie

Jacqueminet, forvörður; Rannver Hannesson, pappírsforvörður; Þórdís Baldursdóttir, textílforvörður.

Umbrot/uppsetning: Nathalie Jacqueminet.


Yfirlestur efnis í fyrstu útgáfu: Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs á Þjóðminjasafni

Íslands; Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs á Þjóðminjasafni Íslands; Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri

skjalasviðs á Þjóðskjalasafni Íslands; Kristjana Kristinsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands; Linda

Ásdísardóttir, safnvörður á Byggðasafni Árnesinga; Þorgerður Hanna Hannesdóttir, pappírsforvörður á

Þjóðskjalasafni Íslands. Kafli um forvarnir og viðbrögð gegn vá: Trausti Leósson, byggingafræðingur, og Rögnvaldur

Ólafsson, lögreglufulltrúi – verkefnastjóri hjá Almannavörnum.

Prófarkalestur: Áslaug J. Marinósdóttir.


Þakkir: Einar Þorleifsson, Hafþór Yngvason, Harpa Þórsdóttir, Helga Vollertsen, Ívar Brynjólfsson, Kristín Halla

Baldvinsdóttir, Lýður Pálsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Sigurjón B. Hafsteinsson og Þorbjörg Gunnarsdóttir.

Sérstakar þakkir fyrir ljósmyndir: Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands –

Háskólabókasafn, Marie Goormartich, Haraldur Þór Egilsson.


Fyrsta útgáfa styrkt af Þjóðhátíðarsjóði.


Byggt á bandarískri handbók, National Park Museum Handbook, part I, með góðfúslegu leyfi þeirra: http://

www.nps.gov/museum/publications/handbook.html.


Fyrra bindi handbókarinnar um varðveislu safnkosts var tilnefnt til safnaverðlauna árið 2012.

Formáli 1. útgáfu (2011)

Eitt mikilvægasta verkefnið á sviði þjóðminjavörslu felst í vandaðri varðveislu minja. Á síðustu áratugum hefur þekking og menntun á sviði forvörslu styrkst hér á landi og skilningur á mikilvægi þess að standa rétt að varðveislu þjóðminja aukist. Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og er hlutverk þess að vera leiðandi á því sviði. Rétt meðferð og forvarsla stuðlar að vandaðri varðveislu viðkvæmra muna. Það er því mikilvægur áfangi nú þegar fyrsta handbók um varðveislu safnkosts er gefin út hér á landi. Handbókin mun nýtast söfnum, kirkjum og öllum þeim sem þurfa að umgangast menningarminjar og tryggja varðveislu þeirra sem best til komandi kynslóða. Útgáfa handbókarinnar er liður í fræðslustarfi Þjóðminjasafns Íslands, sem með útgáfu handbókarinnar leggur sitt af mörkum til aukinnar fagmennsku á sviði forvörslu í söfnum landsins. Tilurð útgáfunnar var einmitt brýn þörf innan safna og kirkna á faglegri ráðgjöf um varðveislu viðkvæmra muna í samræmi við íslenskar aðstæður. Handbókin er gefin út rafrænt með það fyrir augum að gera hana aðgengilega öllum þeim sem not hafa fyrir efni hennar og unnin með það að leiðarljósi að unnt verði að bæta við efni reglulega.

Öll viðurkennd söfn starfa samkvæmt siðareglum ICOM (Alþjóðaráðs safna) og er þar fjallað um hvernig standa beri að varðveislu safnkosts og að leiðbeiningar og viðmið eiga að tryggja fagleg vinnubrögð með langtímavarðveislu safnkosts að leiðarljósi. Í handbókinni er að finna leiðbeiningar um aðferðir og leiðir til þess að tryggja bestu varðveisluskilyrði. Handbók um varðveislu safnkosts er byggð á National Park Service Museum Handbook sem mælt er með af ICCROM (Alþjóðastofnun um rannsóknir og varðveislu menningarminja) og Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og er staðfærð af sérfræðingum hér landi á sviði forvörslu. Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn með tilstyrk frá Þjóðhátíðarsjóði. Fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands og samstarfsaðila um útgáfu bókarinnar þakka ég þeim sérfræðingum sem unnið hafa að gerð bókarinnar fyrir þeirra mikilsverða framlag. Sérstakar þakkir færi ég Nathalie Jacqueminet, fagstjóra forvörslu hjá Þjóðminjasafni, fyrir frumkvæði og hennar mikilsverða framlag. Handbókin er hugsuð sem verkfæri fyrir söfn og aðra sem þá sem not hafa fyrir ráð og leiðsögn um varðveislu gripa. Er það von mín að útgáfa handbókarinnar muni leiða til vandaðrar varðveislu safngripa, kirkjugripa og þjóðminja almennt, sem og aukinnar samvinnu og samráðs þar um. Handbókinni er ætlað að vera vegvísir á þeirri leið.

Margrét Hallgrímsdóttir,

þjóðminjavörður

Inngangur

1.Forvarsla /Varðveisla

Rétt hugarfar er fyrsta skrefið sem hægt er taka til að bæta varðveisluskilyrði gripa: hugsið til langs tíma (ekki minna en 25 ára). Hugtökin forvarsla og varðveisla eru notuð saman í auknum mæli því varðveislan verður ekki án forvörslu. Forvarsla er liður í varðveislu gripa og skjala. Tilgangur hennar er að tryggja áþreifanlega lang-tímavarðveislu safnkosts. Hún stuðlar að varðveislu sem skiptist í styrkjandi forvörslu og fyrirbyggjandi forvörslu.

2.Styrkjandi forvarsla

Lögð er áhersla á að finna leiðir til að lengja líf safnkosts án þess að endurnýja eða lagfæra útlit hans nema að baki liggi vel rökstudd og fagleg ákvörðun. Lagfæringar til að stöðva skemmdir eru yfirleitt ekki umdeildar en inngrip er ekki alltaf nauðsynlegt varðveislunnar vegna. Verklag við forvörslu getur verið mismunandi eftir því hvort menningararfurinn er í einkaeigu eða í eigu hins opinbera. Almenningur sem leitar til einkaforvörsluverkstæða með gripi sína vill yfirleitt láta laga þá þannig að útlit þeirra verði bætt verulega (t.d. með djúphreinsun, viðgerðum og öðrum lagfær-ingum). Þar sem starf forvarða er ekki löggilt er engin trygging fyrir faglegum vinnubrögðum og því er mikilvægt að ganga úr skugga um hvort tiltekinn forvörður sé meðlimur í Félagi íslenskra forvarða. Sumar aðgerðir í forvörsluferli geta verið óafturkræfar, sem þýðir að merkilegar upplýsingar um verkið geta glatast. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að forvörsluaðgerðir hafa ákveðinn líftíma sem fer eftir ýmsu: umhverfisþáttum, meðhöndlun, notkun o.fl. Gera verður ráð fyrir nýrri viðgerð í framtíðinni því að viðgerðir eldast og veikjast með þeim afleiðingum að þær verða æ sýnilegri með tímanum. Með hverri viðgerð er nýjum efnum bætt við og verkið missir þá hluta af eigin samræmi. Vegna þessa er verklag forvörslu öðruvísi á söfnum þar sem hugsunarhátturinn miðast við langtímavarðveislu. Reynt er að halda styrkjandi forvörslu í lágmarki og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir.

Notre-Dame-de-Paris 12.–19. öld.

Viollet le Duc (1814–1879) tók þátt í að láta endurnýja margar gamlar byggingar í Frakklandi á tíma rómantíkurinnar. Hann vildi ganga eins langt og hægt var í endurnýjun bygginga. Hann var alls óhræddur við að bæta við hlutum sem aldrei höfðu verið til. Sem dæmi má nefna að hann bætti við turnspíru úr málmi við Notre-Dame-de-Paris sem hafði aldrei verið á kirkjunni. Á sama tíma hélt John Ruskin (1819–1900) fram annars konar hugmyndafræði og barðist harkalega á móti viðgerðum á gömlum byggingum, sem hann vildi láta eldast eðlilega. Hann teiknaði gamlar byggingar fyrir viðgerðir á þeim og tók ljósmyndir af þeim. Hann var upphafsmaður í heimildaöflun um safnkost. Meira um sögu forvörslu: https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_dates_in_the_history_of_conservation_and_restoration


3.Siðareglur styrkjandi forvörslu[1]

Eingöngu menntaðir forverðir geta sinnt styrkjandi forvörslu.[2]

Cesari Brandi (1906–1988), ítalskur safnafræðingur, var fyrstur til að setja fram kenningar í nútíma-forvörslu í frægri bók sem kom út árið 1963.[3] Þar lýsti hann meðal annars markmiðum forvörslu með þremur lykilorðum:

  • Stöðugleiki (e. stability). Efni og aðgerðir verða að haldast stöðugar í 50 ár eða lengur þannig aðforvarsla sé óþörf á þessu tímabili.
  • Afturkallanleiki (e. reversibility). Nauðsynlegt er að hægt sé að fjarlægja efni, sem notuð hafaverið til að forverja, á auðveldan hátt.
  • Greinileiki (e. readibility). Styrkjandi forvarsla veldur ekki alltaf útlitsbreytingum og getur veriðalveg ósýnileg almenningi. Viðgerðin verður þó að vera greinileg fagfólki (annars telst viðgerðinfölsun).

Til viðbótar eru tvær meginreglur:

  • Í forvörslu eru einungis notuð viðurkennd efni sem hafa verið rannsökuð af vísindamönnum eðahafa reynst vel í áratugi.
  • Forvörsluskýrsla, með lýsingum á ástandi gripsins áður en forvarsla hófst, meðferð ogefnisnotkun, fylgir alltaf gripnum.[4]

4.Heimildir

Mikilvægt er að safna og skrá niður heimildir áður en styrkjandi forvarsla er framkvæmd vegna þess að með tímanum hverfur ákveðin „saga“ gripsins/skjalsins. Hver kynslóð hefur sín viðmið. Tíðarandi og tíska eru síbreytileg og er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar átt er við safnkost.

Gott dæmi um það er þegar yfirmálning er fjarlægð af málverki til að endurheimta eldra útlit en um leið glatast vitneskja um viðhorf manna til verksins á ákveðnu tímabili.

Hreinsun er meðal þeirra aðgerða sem oftast er deilt um.[5] Jafnvel rykhreinsun getur verið umdeild. Hversu hreinn getur 300 ára gripur/skjal verið? Hvað er verið að meina með „hreint“? Á pappír 300 ára gamals skjals að vera jafnhvítur og hann var upprunalega eða á 100 ára gamall gripur að virðast ónotaður? Í dag kjósum við helst að halda ákveðnu yfirbragði, t.d. eirgrænum lit (patínu), sem segir okkur að gripurinn sé gamall.

Þetta er hugsunarháttur nútímans í okkar vestræna samfélagi. Hugsunarhátturinn hefur hins vegar ekki alltaf verið þannig og hann endurspeglar heldur ekki alþjóðlegt samkomulag um varðveislu gripa. Austræn og afrísk menningarsamfélög notast til dæmis við aðrar forsendur.


Mynd 1: Nærmynd af málverki. Myndin er upphaflega frá 15. öld. Málað hefur verið yfir þetta svæði löngu síðar vegna annarra tískustrauma eða breytingar á smekk manna. Mynd 2: Eftir hreinsun er myndin líkari upprunalegu útliti sínu. Aðgerðin er varanleg og mikilvægt er að skrá heimildir vandlega vegna þess að þessi yfirmálun hefur sögulegt gildi.

Forvörður metur afleiðingar hreinsunar út frá varðveislusjónarmiði. Hvenær skapar ryk eða önnur óhreinindi hættu fyrir gripi eða skjöl? Hversu mikið er nauðsynlegt að fjarlægja án þess að breyta útliti gripsins/skjalsins á róttækan hátt? Yfirleitt eru fleiri leiðir en ein færar. Því er nauðsynlegt að tryggja góðan skilning milli eiganda safnkosts og forvarðarins.


Nauðsynlegt er að rökstyðja allar ákvarðanir um forvörslu og að geta greint á milli hvort viðgerðin sé gerð í samræmi við upprunaleikann og í anda hans en sé ekki undir áhrifum smekks einstaklinga.

5. Fyrirbyggjandi forvarsla

„Fyrirbyggjandi forvarsla er mikilvægur liður í rekstri safna og umsjón safneignar. Það er ein helsta skylda alls safnafólks að búa vel að safngripum í sinni vörslu og verja þá, hvort sem er við geymslu, á sýningum eða í flutningum.“

  1. http://cool.conservation-us.org/bytopic/ethics/.
  2. http://www.icom-cc.org/47/about-icom-cc/definition-of-profession/.
  3. Brandi Cesare, Teoria del restauro, Roma, Edizioni di Storia e Letteratura, 1963 (2. útg. Torino, Einaudi, 1977).
  4. Þegar beiðni um forvörslu berst á eftirfarandi ferli að fara af stað: Gripurinn (eða skjalið) er skoðaður vandlega. Gerð er ástandsskýrsla sem lýsir samsetningu gripsins/skjalsins, efnislega og tæknilega. Einnig eru breytingar eða gamlar lagfæringar skoðaðar. Núverandi ástandi gripsins/ skjalsins (varðveisluástandi) er lýst og einnig er reynt að finna skýringar á ástandinu og meta hversu lengi gripurinn/skjalið hefur verið í þessu ástandi. Hver gripur er einstakur og krefst rannsóknar. Þá þarf að huga vel að efnisval, sem er grundvallaratriði vegna þess að efni getur haft mjög skaðleg áhrif og eyðilagt gripinn/skjalið. Öll vinna forvarða skal skila sér í skýrslum sem innihalda mikilvægar upplýsingar sem munu nýtast þegar næsta kynslóð forvarða tekur við.
  5. Sjá http://www.getty.edu/conservation/publications_resources/newsletters/15_3/feature.html.